Falla met ??? Paolo Maldini fyrirliði Ítalíu hafði fyrir HM 2002
leikið 19 leiki á Heimsmeistarmótum. Í dag lék hann því
leik númer 20. Ef Ítalir komast alla leið í úrslitin
eða leika um 3. sætið, og Maldini leikur alla leikina,
þá verður hann búinn að spila 26 HM landsleiki og er því
orðinn leikjahæstur frá upphafi. Sá sem er leikjahæstur
núna er Þjóðverjinn Lothar Matthaus, en hann á að baki
25 leiki á 5 Heimsmeistaramótum.

Mark Gabriels Omars Batistuta fyrir Argentínu gegn
Nígeríu á Sunnudaginn var mark hans númer 10 á
Heimsmeistarmóti. Ef hann nær að skora 5 mörk í viðbót,
verður hann þá kominn upp í 15 mörk í heildina og verður
orðinn markahæstur frá upphafi. Sá sem á markametið
núna er Gerd Müller, en hann skoraði samtals 14 mörk
fyrir Þýskaland.

Svo er aldrei að vita nema það falli fleiri met en
þessi, EF þessi falla þá.