Leik Brasilíu og Tyrklands er nú lokið og ég verð nú bara að segja að hann hafi verið dæmdur alveg fáránlega. Leikurinn var nokkuð fjörugur og fóru nokkur spjöld á loft m.a. 2 rauð spjöld, bæði á tyrkina. Hann endaði 2-1 fyrir brasilíu og skoruðu Ronaldo og Rivaldo(víti), en Hasan Sas skoraði fyrir tyrkina. Eins og fyrr var sagt þá dæmdi dómarinn herfilega t.d. vítið, hann dæmdi en brotið átti sér stað utan teigs og átti þar af leiðandi að vera aukaspyrna, hins vegar gerði dómarinn rétt að reka tyrkinn útaf því að Luzao var kominn einn inn fyrir. Síðan var það alveg undi blálokin sem að hann rak annann tyrkja útaf fyrir að sparka boltanum í Rivaldo sem flygði sér í jörðina haldandi fyrir andlitið og varð sjálfum sér til háborinnar skammar, en það var rétt að gefa tyrkinum gult spjald sem að var hans annað í leiknum. En hann hefði að mér finnst líka átt að reka Rivaldo útaf. Í heildina var þessi leikur skemmtilegur en samt voru nokkur atrið sem skyggðu yfir skemmtunina.

kv. Finisboy