Í morgun var leikur á milli Þýskalands og Saudi Arabiu.
Leikurinn var einhver ójafnasti leikur sem ég hef séð og voru Þjóðverjarnir komnir í 4-0 strax í fyrri hálfleik.
Þjóðverjar byrjuðu mjög vel og skoruð Jancker að mínu mati fullkomlega löglegt mark en dómarinn dæmdi það af. Miroslav Klose skoraði síðan gott “flugskallamark” á 20 mínútu. Hann skoraði síðan annað mark 5 mínútum síðar með frábærum skalla þar sem hann stökk langt fyrir ofan Arabana. Síðan á 40 mínútu skoraði Balack enn eitt skallamark eftir góða fyrirgjöf frá Ziege þar sem Ziege fékk nægan tíma til að athafna sig. Á 46 mínútu skoraði Jancker
4.markið eftir hræðilega dekkun Arabana og skoraði hann með ágætu skoti lágt í hornið.
Í byrjun síðari hálfleiks tóku Þjóðverjar því öllu rólegar, en á 69. mínútu skoraði Klose enn eitt skallamark og fullkomnaði þrennu sína. Á 72. mínútu var skorað 5. skallamarkið í þessum leik og skoraði Thomas Linke eftir hornspyrnu frá Ziege. Á 84. mínútu skorað Bierhoff frábært mark frá um 25 metra færi og staðan var orðin 7-0. Síðan á 92. mínútu skoraði Schneider ótrúlegt mark beint úr aukaspyrnu og staðan orðin 8-0 og þannig endaði leikurinn.
Þjóðverjarnir fengu sitt fyrsta spjald á 82. mínútu og Hamann fékk það. Þetta gæti orðið slæmt fyrir Þjóðverja því að eftir 2 gul spjöld fær maður leikbann, þeir hefðu ekki þurft að fá þetta spjald þar sem þeir höfðu algjöra yfirburði.

Saudi-Arabarnir eru eitt allra slakasta landslið sem ég hef séð og var dekkunin hjá þeim engin og Þjóðverjarnir fengu allan tíma sem þeir vildu til að gera hvað sem er á miðsvæðinu og löbbuðu nánast í gegnum þá.