Í gær yfirlýsti Sven Göran Erikson landsliðssþjálfari Englands að David Beckham fyrirliði og lykilmaður hjá enska landsliðinu verði með í fyrsta leik enska landsliðsins sem verður leikinn á sunnudaginn annan júní.

Læknir enska landsliðsins sagði Sven Göran að hann hefði jafnað sig á meiðlunum sem hann fékk fyrir um einum og hálfum mánuði í leik Manchester Utd og Deportivo í átta liða úrslitum í meistaradeildinni.

Beckham æfði í fyrsta skipti í gær með félögum sínum úr enska landsliðinu. Miklu hefur verið létt að ensku þjóðinni því að ekki var víst hvort að Beckham gæti verið með Englandi á HM.
Nokkur blöð á Englandi sögðu samt fyrr í vikunni að það ætti að fara senda beckham heim vegna þess að hann hefði ekki náð sér.

Þrátt fyrir að Beckaham hafi náð sér er meiðslalisti Englands ennþá langur en á honum eru: Nicky Butt,Man Utd, Kieron Dyer, Newcastle og Danny Murphy, Liverpool. En Kieron Dyer er eini maðurinn sem að einhver óvissa ríkir hvort hann verði tilbúinn í slaginn á sunnudaginn því að Nicky Butt og Danny Murphy eru ekki í byrjunarliðinu og mér finnst jafnvel að Danny Murphy eigi ekki að vera á HM!!

Afsakið Stafsetningarvillur :)
ég er ekki bara líffæri