Siddi talar! Siddi(Zidane) sagði í viðtali við frönsku sjónvarpstöðina TV5 að hann yrði orðinn leikfær fyrir þriðja leik franska landliðsins á HM gegn Danmörku. Svo bætti hann einnig við að liðið nú sé mikið betra heldur en liðið sem sent var í keppnina '98 og má búast við miklu af Frökkum! Þeir sem eru ekki alveg með á nótunum, gerðist það að Zidane tognaði á læri í æfingaleik gegn Suður-Kóreu. Strax fór franska pressan í gang og var með ýmsar óstaðfestar yfirlýsingar en þar var ýmist sagt að hann væri fótbrotinn, ferillinn á enda og annað þess háttar. Hann vísaði þessum fréttum algjörlega á bug í viðtalinu. Röntgenmyndir sýndu enfaldlega bara það að hann væri tognaður. Þá fóru menn strax að anda léttar og Jaques Chirac (ekki alveg viss með stafsetningu) forseti Frakklands senti honum batakveðjur! Allaveganna má búast við miklu af Frökkum og spái ég þeim sterklega sigri.
*Snappy*