Filippo Inzaghi meiddist á vinstra hné í æfingaleik Ítala gegn Kashima Antlers í gær. Hann meiddist á 29. mínútu og fór í myndatöku í dag. Giovanni Trapattoni var áhyggjufullur enda missti Inzaghi af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla á hné. Andrea Ferretti læknir liðsins sagði að Inzaghi hefði fundið fyrir verkjum í hnénu þegar hann var að leggja upp annað mark Ítalanna. “Hnéð er bólgið en verkurinn minnkaði og við verðum bara að bíða átekta og sjá niðurstöður úr myndatökunni,” sagði doktorinn.
Í dag kom svo í ljós að meiðslin voru ekki alvarleg og því verður Inzaghi áfram með ítalska liðinu þó hann geti væntanlega ekki leikið fyrsta leikinn gegn Ekvador.
-maniggi irc nick-Hvar a netinu get eg downloadað adsl ??????????????????????????