Á sky news kom þessi frétt. Roy Keane, fyrirliði írska landsliðsins var sendur heim eftir rifrildi við írska landsliðsþjálfarann Mick McCarthy . Á síðustu dögum hefur Roy Keane verið að gagnrýna írska knattspyrnusambandið fyrir hvernig þeir hafa hagað undirbúningi landsliðsins. Hann var meðal annars ekki sáttur með þetta sautján tíma flug sem liðið þurfti að fljúga. Einnig hefur hann gagnrýnt þjálfun liðsins á síðustu dögum og fyrir tveimur dögum sagðist hann að hann ætlaði heim vegna þessa en hann skipti um skoðun skömmu síðar. Í morgunn ákvað þjálfarinn að ræða við alla liðsmenn liðsins til þess að hreinsa andrúmsloftið en endað í miklu rifrildi og má kannski líkja því við grískan harmleik. Að sögn gekk Keane allt of langt í orðum sínum og uppúr því tók Mick McCarthy þá ákvörðun að senda Keane heim því að hegðun hans hafði mikil og truflandi áhrif á líðan liðsins. Mick McCarthy sagði að enginn leikmaður er stærri en liðið en Keane sagði að hann hugsaði Hugsaði meira um geðheilsu sína heldur en að spila með landsliðinu. Írski hópurinn verður því aðeins 22 menn því að samkvæmt reglum FIFA má ekki fá annan leikmann í staðinn. Steve Staunton hefur verið gerður að fyrirliða landsliðsins.
Það sem er í fréttum af Svíum er að Fredrik Ljunberg (held að það sé skrifað svona) lenti í skuggalegri tæklingu á einni æfingu sænska landsliðsins. Afleiðingin af þessari tæklingu var sú að Ljunberg missti stjórn á skapi sínu og óð í manninn sem tæklaði hann og upphófust slagsmál. Ég veit ekki hvað verður gert í þessum málum.
Íslenska NFL spjallsíðan