Nú í kvöld réðust úrslit Evrópukeppni meistaraliða á Hampden Park í Glasgow. Leikurinn fór Real 2-1 Leverkusen. Þessi leikur var mjög fjörlegur og voru öll mörkin skoruð í fyrri hálfleik. Það voru þeir Raúl og Zidane sem skoruðu fyrir Real og Lúcio sem skoraði fyrir Leverkusen.
Fyrst marki skoraði Raúl, á 9 mín., eftir herfileg mistök varnarmanna og var Butt, markmaður Leverkusen bara lélégur að verja skotið ekki. Síðan skoraði Lúcio á 14 mín. Undir lok hálfleiksins skoraði Zidane svo flott mark. Í fyrri hálfleik voru Leverkusen mun betri og hefðu getað skorað annað mark þegar einn leikmaður þeirra komst einn inn fyrir en missti boltan of langt frá sér.
í seinni hálfleik mætti Real ákveðnir til leiks og voru mikið betri framan af. Síðan meiddist markmaður Real, César og þurfti að fara útaf, í staðinn kom Iker Casillas inn á og í uppbótartíma varði hann þrisvar alveg ótrúlega vel, og munaði minnstu að Butt, markmaður Leverkusen næði að skora.
Leverkusen eru búnir að vera óheppnir í ár og m.a. töpuðu þeir þýska titlinum á lokasprettnum, töpuðu í úrslitum þýska bikarsins og svo núna í kvöld.
Real töpuðu líka spænska titlinum á loka sprettinum og töpuðu líka konungsbikarnum í úrslitaleiknum. En unnuu nú í kvöld.
Til hamingju Real-menn, þið voruð heppnir að vinna í kvöld.


Kveðja: Finisboy

P.S. Ég vissi ekki hvert ég átti að senda greinina, þess vegna sendi ég hana bara hingað.