Jose Antonio Camacho landsliðsþjálfari Spánverja náði að koma mönnum á óvart í dag, mánudag, þegar hann tilkynnti HM-hóp þeirra Spánverja. Albert Luque sóknarmaður Mallorca var valinn í liðið en menn höfðu búist við því að Pedro Munitis sóknarmaður Real Madrid yrði frekar fyrir valinu. Camacho stjóri sagði að Munitis hefði einfaldlega ekki leikið nógu mikið í vetur en Luque skoraði 15 mörk fyrir Mallorca á leiktíðinni.

Svona lítur HM-hópur Spánverja út:

Markverðir: Santiago Canizares (Valencia), Iker Casillas (Real Madrid), Ricardo Lopez (Valladolid).


Varnarmenn: Carles Puyol (Barcelona), Curro Torres (Valencia), Fernando Hierro (Real Madrid), Miguel Angel Nadal (Mallorca), Juanfran (Celta Vigo), Enrique Romero (Deportivo).


Miðjumenn: Ivan Helguera (Real Madrid), Sergio Gonzalez (Deportivo), Juan Carlos Valeron (Deportivo), Joaquin Sanchez (Real Betis), Ruben Baraja (Valencia), David Albelda (Valencia), Javier De Pedro (Real Sociedad), Gaizka Mendieta (Lazio), Luis Enrique (Barcelona), Xavi Hernandez (Barcelona).


Sóknarmenn: Raul (Real Madrid), Fernando Morientes (Real Madrid), Diego Tristán (Deportivo), Albert Luque (Mallorca).


sterkur hópur.. tel þá eiga slatta séns