Luiz Felipe Scolari kynnti í dag 23-manna HM-hóp Brasilíumanna en þessa hafði verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Eins og reiknað var með fær framherjinn Romario ekki tækifæri og Djalminha, sem komst í fréttirnar á dögunum fyrir að skalla þjálfarann Javier Irureta á æfingu hjá Deportivo, fékk heldur ekki náð fyrir augum Scolaris. Djalminha hefur verið fastamaður í hópnum síðustu mánuði en hinn tvítugi leikstjórnandi Kaká frá São Paulo var valinn í hans stað. Þá kom nokkuð á óvart að Scolari skyldi velja miðjumanninn Vampeta hjá Corinthians en hann hafði ekkert spilað síðan í leiknum gegn Íslandi.
Hópurinn er annars skipaður eftirtöldum mönnum:
Markverðir: Marcos (Palmeiras), Dida (Corinthians), Rogerio (Sao Paulo)
Varnarmenn: Cafu (AS Roma), Beleti (Sao Paulo), Junior (Parma), Roberto Carlos (Real Madrid), Lucio (Bayer Leverkusen), Roque Junior (AC Milan), Anderson Polga (Gremio), Edmilson (Lyon)
Miðjumenn: Gilberto Silva (Atletico Mineiro), Kleberson (Atletico Paranaense), Emerson (AS Roma), Vampeta (Corinthians), Ronaldinho Gaucho (Paris Saint Germain), Juninho Paulista (Flamengo), Kaka (Sao Paulo)
Sóknarmenn: Edilson (Cruzeiro), Denilson (Real Betis), Rivaldo (Barcelona), Luizao (Gremio), Ronaldo (Inter Milan)
-maniggi irc nick-Hvar a netinu get eg downloadað adsl ??????????????????????????