Þá eru 29 dagar í fyrsta leik HM2002. Ég skrapp nú á 4 leiki á HM1998 í Frakklandi (8-liða: FRA-ITA, CRO-GER, undanúrslit: FRA-CRO, brons: CRO-HOL) en þar sem að Japan og Suður-Kórea eru í 20 tíma fjarlægð með flugi og allt verðlag þar með eindæmum stóð ekki til að fara núna. HM 2006 í Þýskalandi lítur hins vegar mun betur út… spurning um að fara eitthvað á það.

Ég er þegar búinn að redda mér fríi úr vinnu fyrri hluta júní, fyrstu tvær vikurnar mun ég því vakna rétt rúmlega 6 á morgnana og setjast með morgunmatinn fyrir framan imbann, og sitja þar og horfa á alla þrjá leiki dagsins. Rúmlega 13 þegar að veislan er búin fer ég svo að dytta að nýkeyptri íbúðinni. Þetta verða magnaðar tvær vikur!

Seinni tvær vikur HM þegar að leikir eru færri ætla ég svo að taka mér frí úr vinnu fyrir hádegi þá daga sem leikir eru, en mæta til vinnu eftir hádegi að þeim loknum.

Núna er bara að fara og tryggja sér afruglarann sem að á að hafa verið frátekinn fyrir mig, veislan er handan við hornið!
Summum ius summa inuria