Sven Göran Eriksson hefur ákveðið að fresta tilkynningu á HM hópnum fram til fimmtudagsins 9.maí. Svíinn átti að tilkynna 23 manna hóp sinn næsta þriðjudag (7.maí) en frestaði henni fram til fimmtudagsins vegna leikja Man Utd, Arsenal og Liverpool miðvikudagskvöldið 8.maí. Það sem Eriksson hafði áhyggjur af var að hann skyldi kannski tilkynna lið sitt, og þyrfti svo að gera einhverjar stórtækar breytingar í sömu viku. Svo hefur hann séð mörg meiðslin síðustu daga og má þar helst nefna ristarbrot David Beckham og svo einnig meiðsli Sol Campbell og Ugo Ehiogu í undanúrslitum í bikarnum nú um daginn. Ekki má heldur gleyma að Gary Neville meiddist um daginn, en nú er Eriksson að reyna að ákveða hvort hann eigi að horfa á Man Utd - Arsenal og líta á þá Wes Brown, Phil Neville og Martin Keown. Eða sjá Liverpool og líta á þá Jamie Carragher og Danny Murphy. Víst er að hann mun fara á annan leikinn og aðstoðarmaður hans, Tord Grip fer á hinn. Þann 9.maí mun hann svo koma með yfirlýsingu á heimasíðu enska knattspyrusambandsins ásamt meðfylgjandi blaðamannafundi.
Það sem Eriksson hefur svo í hyggju er að fara með hópinn til Dubi þann 13.maí til hvíldar eftir langt tímabil, sökum þess að Man Utd eru nú fallnir úr meistaradeildinni og keppa því ekki í úrslitum 15.maí.