Sælir hugarar,

www.andrijan.net/EM

Eins og allir vita þá fer EM í gang núna á laugardaginn með leik Svisslendinga og Tékka. Vinsælt hefur verið síðustu ár að tippa á stórmótin í fótbolta og hafa menn efnt til tippkeppna fyrir þau, t.d. með vinunum eða í vinnunni. Í þessum keppnum hafa menn sent á milli sín Excel skjöl til að auðvelda útreikninga og svo haldið utan um þetta sjálfir.

Nú er komin ný lausn á þessu en ég hef sett upp heimasíðu þar sem hægt er að halda utan um svona keppnir. Á heimasíðunni tipparðu á alla leiki mótsins og þar geturðu keppt við alla sem hafa skráð sig eða stofnað svokallaðar einkadeildir, kjörið fyrir tippleikinn í vinnunni! Nú þegar hafa 600 manns skráð sig.

Um EM Veðbankann

Leikurinn skiptist upp í tvo hluta. Sá fyrri gerist fyrir mótið og sá seinni á meðan mótinu stendur. Fyrir mótið er tippað á allt Evrópumótið, alveg fram í hver mun sigra og hver verður markahæstur. Stig eru svo gefin eftir réttum úrslitum í riðlakeppni, fjöldi réttra liða í 8 liða úrslitum o.s.fr.v.

Í síðari hlutanum er svo hægt að næla sér í auka stig á meðan mótinu stendur en þá tipparðu á leikina sem eru í gangi í útsláttarkeppninni, burtséð frá því hvort þú tippaðir á að þau lið kæmust áfram.

Leikinn er að finna á www.andrijan.net/EM ásamt ítarlegri upplýsingum um reglur og stigagjöf. Kíktu á EM Veðbankann ef þig langar að taka þátt eða stofna einkadeild með félögunum!

Svo eru vinningar í boði, en nánar um það síðar!