HM - EM Spurningakeppni 2 ‘07 (19. jan - 2. feb) - Spurningar & Svör Þá er HM í handknattleik lokið og því komið að niðurstöðum Handbolta Triviunnar okkar, sem haldin var í tilefni mótsins. Má einnig benda á að Íslendingar höfnuðu í 8. sæti en sigurvegarar mótsins voru gestgjafarnir, Þjóðverjar.

Keppnin að þessu sinni var erfið og greinilegt að margir voru í gríðarlegu basli með svör sín. Þáttaka var frábær, en alls tóku 26 manns þátt og þakka ég þeim innilega fyrir þátttökuna. Hinsvegar óska ég Kleinumömmu innilega tilhamingju með sigurinn, enda er hann sá eini með öll svör rétt.

Kleinumamma – 10
Perducci – 8
Sigurdurjons – 8
Batistuta - 7
Kitiboy - 6
Toggi20 – 6
Ingvit – 6
Galbatorix – 6
DerWahnsinn – 6
Walcott32 – 6
Ultravox – 6
Bangso - 5
Glamrocker – 5
Lingurinn – 5
Vikkisig – 5
Pala – 4
Smass - 4
Arnardoherty – 3
Jonbii – 3
Halfdankall – 3
AgnarA – 3
Nonni06 – 3
Mancio – 3
Hlynur11 – 2
Franur – 2
PeturDani – 0
Harpa12345 – 0

Spurningar & Svör

Rétt svar gaf 1 stig. Hálft svar eða rangt svar gaf 0 stig.

1. Hvað heitir núverandi þjálfari Íslenska landsliðsins í handknattleik?
Svar: Alfreð Gíslason

2. Hver er besti árangar íslendinga í HM í handbolta og hvenær náðum við honum?
Svar: 1997 – 5 sætið (8 liða úrslit)

3. Hvaða íslenski handknattleiksmaður hefur leikið flesta leiki með landsliðinu frá upphafi?
Svar: Guðmundur Hrafnkelsson

4. Frá hvaða landi var sá sem setti upp fyrsta reglusettið fyrir handknattleik og hvenær gerði hann það?
Svar: Max Haiser (Þjóðverji), 1917 / Holger Nielsen (Dani) 1898 – Hér leyfði ég bæði þessi svör þar sem að bæði svörin verða að kallast rétt. Holger Nielsen var sá fyrsti, en hann setti þó íþróttina upp aðeins öðruvísi en hún er leikin í dag, það var svo Max Haiser sem breytti henni og hefur hún nánast haldist óbreytt síðan.

5. Hverjir sigruðu heimsmeistaramótið í handknattleik árið 2003 og hvað er athyglisvert við sigurvegarana?
Svar: Króatía, og þetta var þeirra fyrsti heimsmeistaratitill.

6. Hvaða land hefur oftast borið sigur úr býtum í lokakeppni HM í handknattleik?
Svar: Svíþjóð og Rúmenía

7. Hvað er athyglisvert við Túnis og Egyptaland, hvað HM í handknattleik varðar?
Svar: Þetta eru einu tvær þjóðirnar utan Evrópu sem hafa komist í undanúrslitin. / Einu þjóðir Afríku sem hafa haldið keppnina.

8. Hvaða frægi einstaklingur innan handknattleiks-samfélagsins er hér ruglaður: braacab afll
Svar: Babacar Fall – Fyrrum varaforseti Alþjóðlega Handknattleiks Sambandsins, Handknattleikssambands Afríku og svo einnig Senegal. Þessi mikla goðsögn lést 1993.

9. Hver er leikmaðurinn á þessu skjáskoti?
Svar: Logi Geirsson

10. Hver er leikmaðurinn á þessu skjáskoti?
Svar: Magnus Wislander

10 stig alls.