HM - EM Spurningakeppni 1 ‘07 (3. jan - 17. jan) Jæja, þá er komið að því. Ný umferð. Í tilefni af nýju ári mun stigatafla endurstillast á núllið og keppnin hefjast að nýju. Heildar úrslit spurningakeppnanna árið 2006 má finna á ,,HM-EM Spurningakeppni" kubbi áhugamálsins hér: http://www.hugi.is/hm/bigboxes.php?box_id=79286

Keppnin að þessu sinni mun snúast um HM og EM í knattspyrnu. Næsta keppni, sem haldin verður um svipað leiti og Heimsmeistarmótið í handbolta mun svo snúast alfarið um handbolta.

Svör við spurningum skulu sendast í skilaboðum til mín, TheGreatOne. Vinsamlegast skýrið skilaboðin ,,Spurningakeppni" eða eitthvað álíka.

HM - EM Spurningakeppni 1 ‘07 (3. jan - 17. jan)

1. Tveimur leikmönnum hefur tekist að skora að minnsta kosti 3 mörk í 3 Heimsmeistarakeppnum í knattspyrnu. Hvaða tveir leikmenn eru það? (2 stig)

2. Hefur íslenska landsliðið í knattspyrnu einhverntímann tekið þátt í lokakeppni HM eða EM? Ef svo, hvenær? (1 stig)

3. Hvaða heimsmeistarakeppni í knattspyrnu var sú fyrsta til að hafa 32 landslið í lokakeppninni, þar sem liðunum var skipt niður í 8 riðla. (1 stig)

4. Hvar verður EM 2008 haldin? (nóg er að nefna land/lönd) (1 stig)

5. Adidas Gull Bolta verðlaunin eru veitt hverjum, á hverju heimsmeistarmóti í knattspyrnu? (1 stig)

6. Hvaða Suður-Kóreyski leikmaður er stundum kallaður “Lord of the Rings” af stuðningsmönnum sínum? Hann er kallaður þetta vegna þess að hann kyssir alltaf giftingarhringinn sinn þegar hann skorar mark. Gerði hann þetta einnig á HM 2006. (4 stig)

7. Hvaða lönd hafa náð að hampa EM titlinum oftar enn einusinni? (2 stig)

8. Aðeins einu sinni hefur það gerst í lokakeppni EM að sömu tvö liðin hafa leikið opnunarleikinn og úrslitaleikinn. Hvaða lið léku gegn hvort öðru og hvaða ár var þetta? (3 stig)

9. Á tíunda áratug síðustu aldar var landi vísað úr lokakeppni EM á einu mótinu. Annað land fékk að taka þátt í staðinn og gerðist hið ótrúlega að það land sigraði mót gegn öllum líkum. Hvaða landi var vísað úr keppni, og hvaða land kom í stað þess og sigraði? (3 stig)

10. Eftirfarandi skjáskot sýnir mynd af hvaða leikmanni? http://img123.imageshack.us/img123/6560/trivia1xs8.jpg (2 stig)

20 stig alls.