Þýska stálið. Jæja hef ekkert betra að gera heldur en að skrifa um eitt besta knattspyrnu landslið í heiminum í dag, Þýskaland.
Það er orðið mjög venjulegt hjá mér ég er farinn að horfa á myndbönd frá HM með þýskalandi upp í 5 sinnum á dag, þetta er þvílík unnun.

En mér langaði að skrifa um framistöðu leikmanna á HM 2006 hjá þýskalandsliðinu. Hún var ekki slök skal ég segja ykkur.

Ætla að taka bara þetta sjálfsagðia byrjunarlið.

Jens Lehmann:
Byrjum á markmanninum. Þegar Klinsmann gaf það út að Lehmann væri númer 1 og myndi byrja á HM, þá varð ég frekkar vonsvikinn. Oliver Kahn hefði að sjálfsögðu orðið maður númer 1 hjá mér ef ég væri þjálfarinn, plús það að ég er Poolari, það spilaði kannski eitthvað inní að ég hefði viljað Lehmann út, en það breytist ekki. Lehmann var númeri 1.
Svo kom HM og hann var í first 11 eins og Klinsmann gaf út.
Og váaaa Lehmann var þvílíkur á HM, nú skil ég af hverju Klinsmann var þjálfarinn en ekki ég, Þýskaland fékk á sig 5 mörk, plús 2 í vító vs Argentínu, þannig að hann fékk 7 mörk á sig í þessum 5 leikjum sem hann spilaði, en hann stóð sig frábærlega, kláraði Argentínu fyrir okkur með því að taka 2 spyrnur, Lehmann hefur hækkað þvílíkt í áliti hjá mér eftir keppnina, plús það eignaðist hann einn nýjan vin á HM, og það var Oliver Kahn, skemmtilegar myndir af þeim fengust í Argentínu leiknum, en það skiptir 0 máli.
Lehmann lykilmaður.
9,0/10,0
http://www.youtube.com/watch?v=bziKThHYsV4&mode=related&search=

Arne Friedrich:
Spilaði í hægri bakverði á mótinu og stóð sig mjög vel, reyndar eins og öll vörnin á mótinu.
Kom reyndar enginn annar til greyna en Arne til að spila þessa stöðu hjá Þýskalandi, hann stóð fyrir sínu á HM.
7,5/10,0
http://www.youtube.com/watch?v=1R3z9D26OQI

Philipp Lahm:
Stóð sig frábærlega á HM, einn af lykilmönnum liðsins, kæmist í hvaða lið í heimi. Skoraði fyrsta mark þjóðverja á HM og einnig fyrsta mark HM 2006, eitt af því fallegra á HM.
Mjög sókndjarfur hægri bakvörður, sem nýtist afskaplega vel með Bastian á HM Klárlega lagði sig allan fram í alla leikina, spilaði alla leikina og lagði sig alltaf 100% fram.
Lykilmaður.
9,0/10,0
http://www.youtube.com/watch?v=ITiwAwnF3Jo&mode=related&search=


Per Mertesacker:
Frábær miðvörður, stóð sig vel á HM, það er lítið annað hægt að segja um vörnina hjá Þýskalandi. Hann var 1 hjartað af 2 í miðju varnarinar á HM. Stóð fyrir sínu ávallt.
7,5/10,0
http://www.youtube.com/watch?v=JKtK4EFqZY4

Christoph Metzelder:
Stóð sig einnig frábærlega klárlega hitt hjartað í frábæri vörn á HM *5*
7,5/10,0
http://www.youtube.com/watch?v=dtvjvAVi77c

Bastian Schweinsteiger:
Klárlega einn af þeim bestu í sinni stöðu, sýndi að hann er sá besti á vinstir kanntinum með því að setja 3 ( vill meina að hann eigi þau öll )
Frábær skotmaður eins og við fengum öll að kynnast, hefur skorað úr þvílíkum byssum með Bayern einig.
Lykilmaður
8,5/10,0
http://www.youtube.com/watch?v=8uODz2oeM-g&mode=related&search=


Torsten Frings:
Talandi um tól, tölum um Frings, klárlega einn sá nettasti í bransanum. Skoraði sennilega mark hm af 40 metra færi í opnunarleiknum. Djúpur miðjumaður sem vinnur eins og naut.
Þeir sem sáu HM vita hvað þessi leikmaður getur frábær hreint út sagt, spilar sem fyrirliði hjá Werder í þýskalandi sem sýnir einnig styrk.
Lykilmaður.
8,5/10,0
http://www.youtube.com/watch?v=Td_cUdXOT2c

Michael Ballack:
El Captian Michael Ballackm klárlega. Hálfgerður leikstjórnandi landsliðsins, missti út leiki vegna meiðsla sem hafði sem betur fer ekki áhrif, á góðum degi hefði þessu leikmaður klárað HM upp á eiginsýtur.
Gekk til liðs við eitt besta lið í heimi Chelsea, kannski mistök maður veit ekki, en verður þrátt fyrir það alltaf Living Legend í þýskalandi.
Lykilmaður.
8,5/10,0
http://www.youtube.com/watch?v=xW-SWESHu3g


Bernd Schneider:
Vara fyrirliðinn Schneider sem hefur spilað í landsliðinu í svona 100 ár, og aldrei fær maður leið á að horfa á hann, alltaf jafn duglegur, baneitraðar sendingar inn á teginn eins og sást gegn Ecuador og Póllandi þegar hann kom með sendingu fyrir sem skilaði marki, snilldar leikmaður sem vonandi tekur EM 08 með okkur.
Lykilmaður
8,9/10,0
http://www.youtube.com/watch?v=9fpu3P5sZdQ

Lukas Podolski:
Miklar vonir bundnar við þennan leikmann á HM, enda var hann búinn að vera frábær með Köln í Bundesligeuni, átti þetta tæki færi vel skilið.
Byrjaði ekki vel Klinsmann hélt trausti, en þeir sem héldu með þýskalandi vissi einhvernneginn alltaf að hann mundi springa út, eða amk ég vissi að það mundi eitthvað gerast. Það kom, hann skoraði 2 gegn Svíjum og eitt gegn Ecuador, hjálpaði liðinu og bara frábær sóknarmaður og verður sennilega einn af þeim sem hjálpar okkur að vinna EM og HM á næstu árum.
Menn vilja tala um næsta Klose, ég neyta ekki.
Lykilmaður.
8,9/10,0
http://www.youtube.com/watch?v=2QMw5r4qrDc
Lulululu Lukas Podolski, skemmtilegt myndband :)

Miroslav Klose:
Jæja þá er komið að besta leikmanni Þýskalands á HM 2006, og einnig markahæsta leikmanni HM 2006.
Klose var hreint út sagt frábær á HM, hann var liðið, hjálpaði til baka, vann boltan vel, var allt í öllu. Ég sem er mikill stuðningsmaður Miroslav Klose, vissi að hann yrði markahæstur eða ég amk spáði því, reyndar líka að hann yrði valinn bestur á HM, sem mér fannst að hann ætti að fá að vera.
Miklu uppáhaldi hjá mér sérstaklega þann tíma sem hann spilaði með Kaiserslautern.
Skoraði 5 mörk á hm, kom okkur áfram gegn Argentínu, hefði getað skorað svona 7 mörk, en Klinsmann tók hann alltaf útaf þegar hann var kominn með 2 mörk, ég varð stundum nett pirraður að fá ekki að sjá minn mann setja það 3þja. En klárlega lykilmaður í þýskalandsliðinu, Þýskaland vinnur EM og HM með þennan mann í fararbroddi.
10,0/10,0
http://www.youtube.com/watch?v=mlL9MM4pH9A&mode=related&search=

hahaha varð að setja þetta myndband, þetta horfir maður á amk 1 á dag. Klárlega best.

En mitt mat Klose og Lehmann bestu leikmenn HM 2006 hjá þýskalandi.

Fyrir þá sem ekki vita það lenti liðið í 3 sæti.
Klose varð markahæstur með 5 mörk.
Podolski valinn besti ungi leikmaðurinn.

Svo fréttum við það að Klinsmann mundi ekki halda áfram með landsliðið. Leiðinlegar fréttir, enda hefði ég séð fyrir mér hann búa til eitt sterkasta landslið í heimi. En svona er knattspyrnan, Löw er tekin við sem var reyndar aðstoðar maður Klinsmanns á HM, þannig að þetta ætti að koma jafn skemmtilega út og Klinsmann.
Takk Klinsmann.

Hér er svo myndband með Þýskalandi.
http://www.youtube.com/watch?v=jV7NQ1BFNS8&mode=related&search=

Vil þakka fyrir mig, stuttist ekki við neitt, þannig að þetta gæti verið eitthvað rangt hjá mér, en það hlítur að vera í lagi.
Áfram Þýskaland.