HM - EM Spurningakeppni 8 (11. des - 30. des) - Spurningar & Svör Jæja, þá tekur þessi áttunda spurningakeppni enda og hið sama gerir árið 2006. Þáttaka var feyki góð en 22 einstaklingar sendu inn svör sín og vill ég þakka þeim þátttökuna. Að auki vill ég nota tækifærið og óska ykkur öllum gleðilegt nýtt ár. Og munið að fara varlega í gamlárskvölds steikina og flugeldana.

Ég óska þeim 4 sem voru með rétt svar við öllum spurningunum til hamingju.

Purki - 20/20
Sigurdurjons - 20/20
Summi – 20/20
Vikkisig – 20/20
Kitiboy – 19/20
Walcott32 - 18/20
Gurkan – 17/20
RavenFlies – 17/20
Lalli2 – 16/20
Murthag – 16/20
Ordinary - 15/20
AgnarA – 13/20
Bambino19 – 13/20
Binnzinn – 13/20
Bulli - 12/20
Hafsteinn91 - 11/20
Mancio - 11/20
Toggi - 11/20
Bangso – 10/20
Franur - 6/20
Pala – 6/20
Pinka – 1/20

Spurningar & Svör

1. Hvaða landsliðsmaður Þýskalands, sem lék m.a. með liðinu á HM 2006, fór frá félagsliði sínu til núverandi Englandsmeistara? (1 stig)
Svar: Michael Ballack


2. Ítalir urðu, eins og flestum er kunnugt, heimsmeistara á þessu merkis móti. Í úrslitaleiknum léku þeir gegn Frökkum og var leikurinn yfir höfuð spennandi og skemmtilegur. Það var þó eitt í leiknum sem skyggði á annars frábæran fótbolta. Hvaða atvik er átt við? (1 stig)
Svar: Þegar Zinedine Zidane skallað Marco Materazzi og var í kjölfarið rekinn af velli.

3. Í hversu mörgum stórborgum Þýskalands voru leikir mótsins spilaðir? (1 stig)
Svar: 12

4. Hver var markahæsti leikmaður mótsins og hversu mörg mörk skoraði hann? (2 stig)
Svar: Miroslav Klose var markahæstur með 5 mörk.

5. Hver var valinn besti ungi leikmaður mótsins? (1 stig)
Svar: Lukas Podolski

6. Í umdeildum leik fékk einn leikmaðurinn, Josip Šimunić, 3 gul spjöld áður en honum var vísað af velli. Hver dæmdi leikinn og hvaða lið voru að spila? (3 stig)
Svar: Graham Poll dæmdi og var þetta viðureign Króatíu og Ástralíu.

7. Hvaða landslið unnu alla leikina í riðlinum sínum? (4 stig)
Svar: Þýskaland, Portúgal, Brasilía, Spánn

8. Úrslitaleikurinn var ráðinn í vítaspyrnukeppni þar sem einn leikmaður Frakka skaut í tréverkið. Hinsvegar skoraði þessi leikmaður gullmark í úrslitaleik gegn Ítölum í öðru stórmóti. Hvað heitir leikmaðurinn og í hvaða stórmóti tryggði hann Frökkum sigur gegn Ítölum? (2 stig)
Svar: David Trézéguet heitir hann og var það í Evrópukeppninni árið 2000 sem han skoraði gull markið. Ath: Ekki er spurt um ártal og því nóg að nefna EM.

9. Í leiknum um þriðja sætið var einn leikmaður, sem lék allan leikinn, að spila sinn fyrsta landsliðs leik í 2 ár. 32 ára að aldri var hann og var talið að hann hefði aðeins verið valinn í liðið vegna reynslu en fékk hann þó einungis að spreyta sig í þessum loka leik liðsins. Hver er leikmaðurinn, með hvaða landi spilaði hann og hvaða stöðu spilar hann? (3 stig)
Svar: Jens Nowotny heitir hann, spilar með Þýskalandi og er varnarmaður.

10. Þetta skjáskot sýnir mynd af hvaða leikmanni? (2 stig) http://img70.imageshack.us/img70/6181/aaaaaavb8.jpg
Svar: Omar Bravo


20 Stig alls.

Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi triviuna, endilega sendið mér einkaskilaboð og ég mun svara eins fljótt og unnt er.

-TheGreatOne