HM - EM Spurningakeppni 8 (11. des - 30. des) Nú þegar árið 2006 líður að lokum er tilvalið tækifæri til að reyna á ykkur, Hugara kæra, og sjá hversu vel þið minnist stórmótsins í sumar. HM 2006, sem haldið var í Þýsklalandi. Spurningakeppnin að þessu sinni mun því alfarið tengjast HM 2006 og öðru í kringum hana. Með þessu hyggjumst við hér á HM – EM kveðja þetta eftirminnilega stórmót í bili. Nú hvetjum við alla til að taka þátt!

Já, spurningakeppnin er hafin á ný og hvetjum við ykkur, Hugara kæra, til að taka þátt til að bæta virkni hér á þessu áhugamáli um leið. Getum notið minninga knattspyrnunnar hér yfir hátíðarnar því svo byrjar Handboltinn á fullu strax í janúar. En þá hefst, eins og flestum er kunnugt, Heimsmeistara mótið í Handbolta og er það haldið í þýskalandi að þessu sinni.

Svör við spurningum skulu sendast í skilaboðum til mín, TheGreatOne. Vinsamlegast skýrið skilaboðin ,,Spurningakeppni" eða eitthvað álíka.


HM - EM Spurningakeppni 8 (11. des - 30. des)

1. Hvaða landsliðsmaður Þýskalands, sem lék m.a. með liðinu á HM 2006, fór frá félagsliði sínu til núverandi Englandsmeistara? (1 stig)

2. Ítalir urðu, eins og flestum er kunnugt, heimsmeistara á þessu merkis móti. Í úrslitaleiknum léku þeir gegn Frökkum var leikurinn yfir höfðu spennandi og skemmtilegur. Það var þó eitt í leiknum sem skyggði á annars frábæran fótbolta. Hvaða atvik er átt við? (1 stig)

3. Leikir mótsins voru spilaðir í hvað mörgum stórborgum Þýskalands? (1 stig)

4. Hver var markahæsti leikmaður mótsins og hversu mörg mörk skoraði hann? (2 stig)

5. Hver var valinn besti ungi leikmaður mótsins? (1 stig)

6. Í umdeildum leik fékk einn leikmaðurinn, Josip Šimunić, 3 gul spjöld áður en honum var vísað af velli. Hver dæmdi leikinn og hvaða lið voru að spila? (3 stig)

7. Hvaða landslið unnu alla leikina í riðlinum sínum? (4 stig)

8. Úrslitaleikurinn var ráðinn í vítaspyrnukeppni þar sem einn leikmaður Frakka skoraði ekki. Hinsvegar skoraði þessi leikmaður gullmark í úrslitaleik gegn Ítölum í öðru stórmóti. Hvað heitir leikmaðurinn og í hvaða stórmóti tryggði hann Frökkum sigur gegn Ítölum? (2 stig)

9. Í leiknum um þriðja sætið var einn leikmaður, sem lék allan leikinn, að spila sinn fyrsta landsliðs leik í 2 ár. 32 ára að aldri var talið að hann hefði verið valinn í liðið vegna reynslu en fékk hann þó einungis að spreyta sig í þessum loka leik liðsins. Hver er leikmaðurinn, með hvaða landi spilaði hann og hvaða stöðu spilar hann? (3 stig)

10.Þetta skjáskot sýnir mynd af hvaða leikmanni? http://i.esmas.com/image/0/000/005/028/omar_bravo_NT.jpg (2 stig)


20 Stig alls.