Spurningakeppni Nú hef ég verið skipaður stjórnandi hérna á HM - EM áhugamálinu. Eitt af því fyrsta sem að ég geri er að koma upp spurningakeppni, svipaðri þeirri sem að ég er með á áhugamálinu Vísindum og Fræðum.

Skipulegning keppninnar

Það verða 10 spurningar, rétt stig við hverri spurningu gefur 1 stig nema ef að annað sé tekið fram. Stigin verða síðan reiknuð út undir lok hverrar keppni.

Keppnin verður haldin vikulega og hefst sunnudaginn þann 16. júlí. Efnið verður úr heimsmeistara- og evrópumeistarakeppnum liðinna ára og hugsanlega eitthvað meira.

Ég, Medicus og illA munum semja spurningar okkar á milli og munum þar af leiðandi ekki geta tekið þátt í keppninni. Kubbur mun koma von bráðar sem að kynnir málin enn betur.

Þar til 16. júlí, lifið heil.