Óvæntustu atriðin við val á leikmannahópa fyrir HM 06 Mikið hefur verið í umræðunni undanfarna daga um hinn litla snögga Theo Walcott sem var óvænt valinn í hóp Englendinga. Þetta var mjög óvænt en England er ekki eina þjóðin í heiminum og ég ætla að fræða ykkur um óvænt völ hjá öðrum hópum.

- Jurgen Klinsman valdi ekki Mehmet Scholl sem hefur átt fantagott tímabil hjá Bayern Munchen í Þýsku deildinni og þrátt fyrir að hafað sett “landsliðsskóna” upp á hilluna eftir HM2002 þá ákvað Scholl að hjálpa félugum sínum með því að gefa kost á sér á ný. Samt sem áður á einhvern ótrúlegan hátt þá ætlar Klinsmann að horfa framhjá miðjumanninum snjalla og halda við þá sem hann hefur notað í vináttulandsleikjunum sem kemur manni frekar á óvart þar sem Þýskaland hefur ekki unnið neina stórþjóð ef einhver hefur ekki tekið eftir því fyrr en á HM2002 sem var fyrir 4 árum. Þetta er áhyggjuefni fyrir þýsku þjóðina og ég býst við því að Klinsmann verði ekki sá vinsælasti í lok móts.

- Marco Van Basten ákvað á dögunum að velja ekki Edgar Davids né Clarence Seedorf sem eru tveir bestu miðjumenn í heimi. Þessir tveir hafa lengi spilað fyrir hönd Hollendinga og eru sannkallaðir lykilmenn liðsins. Van Basten ákvað í staðinn fyrir Davids að spila út George Boateng sem spilar nú með Middlesborough. Boateng hefur verið að spila ágætlega en engann veginn jafn duglegur og Davids eða Seedorf og miðjan verður væntanlega skipuð af hinum gamla Philip Cocu og krullaða Van Bommel.

Annað sem kom á óvart varðandi val á hópi Hollendinga var að ungstirnið Klaas Jan Huntelaar frá Ajax hirti sætið af Roy Maakay sem hefur spilað ágætlega þrátt fyrir að finna fyrir smá markaþurr eftir gríðarlega góða byrjun á tímabilinu.

- Luis Aragones þjálfari Spánar tilkynnti sinn hóp fyrir stuttu en það sem kom mestu á óvart var valið á Asier Del Horno en hann skildi Mariano Pernia út í kuldanum. Parnia hefur spilað eins og engill í vörninni hjá Getafe og hefur skorað 9 mörk þrátt fyrir að spila sem vinstri bakvörður. Parnia fékk fyrir mánuði spænskan ríkisborgararétt og sagðist ólmur vilja spila fyrir Spán á HM2006. Aragones ákvað þrátt fyrir frábært tímabil að velja súkkulaðistrákinn Asier Del Horno sem er þekktastur fyrir að bomba Lionel Messi niður í viðureign Chelsea - Barcelona.