5 bestu framherjar á HM 2006 Jæja, þá ætla ég að segja hvaða framherjar verða í eldlínunni á HM 2006.

1. Wayne Rooney - Hann stóð sig frábærlega á EM 2004. Og skoraði 5 mörk á mótinu að ég held. En meiddist í Leik gegn Portúgölum, hann hefur verið að spila vel með Man. Utd og ég held að hann gæti jafnvel fært Englendingum bikarinn.

2. Thierry Henry - Þessi frábæri framherji hefur verið einn sá besti í heimi í mörg ár. Hann og Trezeguet líklega verða væntanlega í framlínunni hjá frökkum. En það er aldrei að vita hvort maður fái að sjá Louis Saha eða Djibril Cissé. En þessi frábæri framherjir Arsenal sem er núna næst markahæðstu í ensku úrvalsdeildinni verður örugglega í miklu stuði á HM 2006.

3. Adriano - Hann er mjög líkamlega sterkur leikmaður og er með góða tækni og frábær skotmaður. Adriano og Brasilía unnu auðvitað síðast HM 2002 þar sem þeir unnu Þjóðverja 2-0. En Adriano verður mjög líklega frábær, þar sem hann er líka með rosalega góða menn til að “þjóna” sér. T.d Ronaldinho, Kaká, Zé Roberto.

4. Ruud van Nistelrooy - Þessi leikmaður Man. Utd leikur með Hollandi. Ég er stuðningsmaður Hollands í þessari keppni. Ég held að þeir geti farið langt í þessari keppni með sérstaklega þegar þessi frábæri markaskorarai er í liðinu. Hann er búinn að skora 21 mörk á tímabilu með Man. Utd. þar á meðal 18 í deildinni. Þetta er frábær árángur. Og hann hreppir mjög líklega Gullskóinn á Englandi. Hann er frábær skallamaður. með ótrúlega tækni og les leikinn vel. Þetta er einna af uppáhalds leikmönnunum mínum. og held að hann eigi eftir að skora grimmt á HM 2006.

5. Del Piero - Þessi litli en frábæri knttspyrnumaður leikur með Juventus á Ítalíu og er að gera það gott. Juventus eru á toppi deildarinnar og Del Piero er á góðri leið með verða markahæðstur í Seria A. Ég held að hann eigi eftir að standa sig frábærlega á HM 2006. Ítlair komu illa út úr Em 2004. En þeir komust ekki uppúr riðlinum, En Del Piero fékk aðeins að spila einn eða tvo leik. Kom inná undur lokin í einum leik og skoraði þar mark. En ég held að hann eigi eftir að standa sig vel með Ítalíu.

Já, þetta eru þeir framherjer sem ég held að eigi eftir að vera í eldlínunni á HM 2006. Þetta er bara mín skoðun og endilega segja skoðanir. Og hverjir þið munið gera þennann lista.

Takk
Reggies..