Enska Landsliðið! Ég var aðeins að velta fyrir mér um enska landsliðið og hverjir mundu verða valdi á HM 2006 í Þýskalandi. Svona held ég að það verði:

Markmenn: Mér finnst P. Robinson eigi að vera í markinu. Og ef ég ætti að velja varamarkmann, þá mundi ég velja D. James

Varnarmenn: Í hægri bakverði finnst mér að G. Neville ætti að vera og A. Cole í hægri. Og svo eru stöðurnar sem er mikið talað um. Miðverðirnir, Ég mundi velja, John Terry og Rio Ferdinand. Carragher kannski en mér finnst S. Campbell ekki eins góður og var áður.

Miðjumenn: Á hægri kannti held ég að D. Beckham verði, samt ekkert víst. S. Gerrard hefur spilað mikið útá hægri kanntinum. Í vinstri bakverði held ég að það verði J. Cole, hann er búinn að standa sig frábærlega með Chelsea í vetur. Og á miðjunni er ég nokkuð viss um að F. Lampard og verði og S. Gerrard. En S. Gerrard gæti líka spilað á kanntinum eins og hann er búinn að vera gera hjá Liverpool.

Framherjar: Í framlínunni verður W. Rooney, einn besti ef ekki sá besti framherjinn í dag. Og með honum í framlínunni verður líklega M. Owen.

Þetta er mitt álit á Enska landsliðinu á HM 2006. Kannski verður þetta allt öðru vísi en ef ég væri þjálfarinn þá mundi ég still þessu upp svona

Takk fyrir.
Reggies..