Jæja, þá er frábært evrópumót búið, og voru það Grikkir sem unnu portúgali í úrlsitum 1-0.

Maður tók eftir því á #em2004.is að fólk var ekki beint sátt með þessi úrslit, og féngu þeir sem héldu með Grikkjum mikið af skítakasti.

En þetta var eins og flestir af leikjum þar sem grikkir spila nokkuð leiðinlegur leikur, en þó var eitt sem var nokkuð skemtilegt og það var þegar stuðningsmaður Barcelona á spáni hljóp inná völlin og hennti Barcelona fána í Figo, síðan hljóp hann i markið og hoppaði á netið, var kannski að reyna að rífa það niður………..

En frábært mót búið og maður bíður spentur eftir HM2006 og EM2008

Lið Mótsins: Grikkir, leiðinlegur fótbolti en áhrifaríkur.

Maður Mótsins: Milan Baros, leikmaður liverpool á englandi, markahæðstur með 5 mörk að mig minnir, synd að Tékkar komust ekki í úrslit.

Vonbrigði Mótsins: Þýskaland, bjóst við betra gengi hjá þeim eftir að hafa lent í öðru sæti á hm fyrir 2 árum.

Markmaður mótsins: Markmaðurin er Nikopolitis hjá grikkjum, sýndi snilldar markvörslu í mörgum af leikjunum. en sá sem var nálægt því að vera markmaður mótsins var Ricarto hjá Portúgölum, maður gleymir ekki þessari markvörðslu á móti Englendingum.

Jæja, þetta er bara það sem mér finnst, endilega komið með ykkar álit, og ef þið haldið með Portúgal þá endilega FLEIMA mig.

Takk fyrir :D
Meow