Til að byrja þetta langar mig að renna yfir liðin.

Portúgal. Þrátt fyrir að leikmenn eins og Ronaldo, Rui Costa og Figo prýði lið heimamanna er rétt að fara varlega í að spá þeim velgengni. Hraði og tækni eru styrkleikar Portúgala. Það hefur kannski ekki verið þannig á undanförnum stórmótum en ég held því miður að Portúgalir fari á taugum á heimavelli.
Mitt byrjunarlið:Moreira, Couto, Beto, Rui Jorge, Andrade, Deco, Rui Costa, Costinha, Figo, Nuno Gomes, Pauleta.
Grikkland. Lykilmenn á borð við Dellas, Dabizas og Stelios vinna enga titla en Grikkir gætu gert hinum liðunum skráveifu ef vanmat verður í gangi.
Spánn. Með leikmenn eins og Raúl, Morientes og Helguera í hópnum gætu Spánverjar loks sigrast á stórmótagrýlunni sem hefur fylgt liðnu gegnum tíðina. Ég vildi samt sjá Mendieta í hópnum þó hann spili með Boro.
Mitt byrjunarlið: Casillas, Helguera, Puyol, Capdevila, Xavi, Baraja, Vicente, Valerón, Morientes, Raúl, Torres/Luque.
Rússland. Ég veit afskaplega lítið um þetta rússneska lið enda leika flestir Rússarnir í heimalandinu. Sé þá ekki fyrir mér í 8-liða úrslitunum.
Frakkland. Með Vieira, Henry, Pires, Zidane og Trezeguet eiga Frakkar að vinna hvaða lið sem mætir þeim. Þó Frakkar nái sér kannski ekki á strik gæti heppnin farið langt með þá. Yfir höfuð er liðið geysisterkt.
Mitt byrjunarlið:Barthez, Thuram, Lizarazu, Desailly, Gallas, Pires, Vieira, Zidane, Makelele, Henry, Trezeguet.
England. Alltaf sjá menn stórlið út úr því enska. Mjög sterkt lið taktískt séð. En málið er að Englendinga vantar betri framherja og einn mjög góðan varnarmann ásamt markverði til að verða stórlið. Þó að Scholes, Becks og Owen nái sér á strik er til fullt af mönnum til að stöðva þá.
Mitt byrjunarlið:James,G. Neville, Campbell, Terry, Bridge, Gerrard, Lampard, Beckham, Scholes, Owen, Rooney.
Króatía. Króatar hafa 5 sterka varnarmenn og nóg af sóknarmönnum og varast ber að vanmeta þá. En liðsheildin er líklega ekki nógu góð hjá Otto Baric og hans mönnum og það gæti fellt þá.
Mitt byrjunarlið:Pletikosa, Simic, Kovac, Tudor, Zivkovic, Kovac, Rapajc, Babic, Bjelica, Prso, Klasnic.
Sviss. Er einfaldlega ekki með nógu sterkt lið. Yakinbræður og Henchoz fara fyrir liðinu en það er ekki nóg.
Lettland. Spútniklið, en á engan séns í stórliðin í D-riðli.
Ítalía. Þrátt fyrir allar stjörnurnar virðist Ítölum fyrirmunað að vinna mót, þrátt fyrir að vera einstaklega nálægt því 2000. Óþarfi að orðlengja um stjörnur þeirra, þær eru of margar. Ítalir spila kannski ekki skemmtilegan bolta en þetta er gæðabolti. Hefði viljað sjá Maldini með.
Mitt byrjunarlið:Buffon, Nesta, Cannavaro, Materazzi, Zambrotta, Gattuso, Zanetti, Fiore, Totti, Del Piero, Vieri.
Holland. Enginn Bergkamp lengur og hver ætlar að leiða sóknarleikinn þá? Hollendingar hafa endurheimt Nistelrooy og spurning hvort Kluivert spilar jafn vel með honum og Bergkamp. Nöfn eins og Davids, Bommel, Nistelrooy, de Boer, Kluivert og van der Vaart tryggja að enginn vanmetur Hollendinga. Stór hópur af góðum leikmönnum.
Mitt byrjunarlið:Van der Saar, Stam, de Boer, Bronckhorst, Cocu, Davids, van der Vaart, Seedorf, Bommel, Kluivert, Nistelrooy.
Tékkland. Virka aldrei á mann eins og sterkt lið en sýndu t.d. á EM ‘96 að þeir eru með gott lið. Með Nedved og Rosicky í toppstandi eru Tékkar til alls líklegir.
Danmörk. Frændur vorir Danir sýnast mér vera komnir með álíka lið og vann ´92. Gravesen, Tomasson, Jørgensen og allir Jensenarnir eru góðir leikmenn. Samt spurning hvort Danir komast upp úr riðlinum.
Þýskaland. 2006-hópur Völlers náði silfri á HM ’02 og á að geta gert vel í sumar. Þjóðverjar hafa á að skipa líkamlega sterkum leikmönnum og sem fyrr eru Þjóðverjar sterkir í föstum leikatriðum. Nowotny, Kahn og félagar mæta sterkir til leiks í sumar.
Mitt byrjunarlið:Kahn, Nowotny, Baumann, Friedrich, Hinkel, Ballack, Frings, Jeremies, Freier, Klose, Kuranyi.
Svíþjóð. Fyrst Larsson sló til verða Svíar með sterka og skeinuhætta framlínu á Evrópumótinu. Ljungberg og Larsson vinna engin stórmót á eigin spýtur en enginn skyldi vanmeta vörn Svía og sterka liðsheild. Styrkleiki og aukin tækni gefa Svíum marga möguleika.
Búlgaría. Enginn Stoichkov. Stillian Petrov hefur tekið við leiðtogahlutverkinu. Martin Petrov, Marian Hristov og Berbatov leyna á sér en Búlgarir fara varla jafn langt og '94.

Riðlarnir:
A:
1.Spánn
2.Portúgal
3.Rússlan d
4.Grikkland

B:
1.Frakkland
2.England
3.Króatía
4.Sviss

C:
1.Ítalía
2.Danmörk
3.Svíþjóð
4.Búlg aría

D:
1.Holland
2.Þýskaland
3.Tékkland
4.Lettl and.

Holland, Þýskaland, Frakkland og England/Spánn í undanúrslit.