Framundan er leikur gegn Tékkum. Þeim Íslendingum sem stendur ekki á sama um handboltann setjast örugglega sveittir yfir leikinn, krossleggja fingur og vona að við vinnum.

Íslendingar töpuðu erfiðum leik síðasta fimmtudag gegn Slóvenum. Persónulega held ég að við hefðum unnið leikinn ef hann hefði ekki verið á þeirra heimavelli. Við hefðum átt að standa okkur betur og dómararnir hefðu líka mátt standa sig aðeins betur. Það má ekkert kýla andstæðinginn í handbolta frekar en öðrum íþróttagreinum.

Föstudaginn 23. janúar töpuðu þeir svo gegn Ungverjum. Í báðum leikjunum réðust úrslitin í fyrri hluta seinni hálfleiks. Það er greinilega eitthvað að klikka hjá liðinu sem vonandi verður lagað fyrir komandi leiki. Hjátrúarfullir tala um að jafntefli í hálfleik sé óhappastaða en aðrir reyna að bera þetta saman við stangarstökk - þ.e. að stangarstökkvarar (liðið) eigi bara örfá góð og velheppnuð stökk (leiki).

Tilgangur minn með þessari (stuttu) grein er að fá umræður um Evrópumótið í handbolta á þetta áhugamál svo tekið sé eftir. Það er ósanngjarnt að setja alla umræðuna um EM á handboltaáhugamálið þar sem þetta er hluti af titli þessa áhugamáls. Nema auðvitað þetta áhugamál sé aðeins ætlað fótbolta.

Lifið heil

snikkin