Nú þegar það er orðið ljóst að landslið okkar Íslendinga komst ekki í umspil um sæti á EM, þá fer fólk oft að tala um hvernig hver og einn stóð sig, og hvort þjálfararnir eigi að fjúka eða ekki. Ég spurði ykkur með grein minni sem ég skrifaði fyrir nokkru hvað ykkur fyndist um þjálfarana okkar.

Núna langar mig til þess að spyrja ykkur hver ykkur finnst hafa verið maður mótsins hjá okkur Íslendingum, og ef einn þjálfarinn þyrfti að fara, hver ætti þá að vera eftir.

Endilega segið það hérna, það væri gaman að sjá hvað almenningin finnst, því að ég hef sterkar skoðanir um þetta, og ég nenni ekki að svara sjálfum mér, þá segi ég hérna að mér finnst Hermann Hreiðarsson búinn að vera yfirburðar leikmaður og ég myndi vilja hafa Ásgeir Sigurvinsson ef ég ÞYRFTI að velja á milli þeirra. Helst myndi ég vilja láta þá báða fjúka.

Segið mér hvað ykkur finnst.. :)

Kveðja,
yngvi