Eftir leik Íslands og Þýskalands var ég ekki viss hvort ég ætti að gráta eða öskra af bræði yfir því sem ég hafði nýlega orðið vitni af.
Það er óþolandi að tappa leik vegna lélegrar dómgæslu. Ég fullyrði það að leikurinn hefði farið á annan veg ef mark Íslendinga hefði ekki verið dæmt af. Auðvitað er auðvelt að halda því fram þar sem markatalan hefði verið önnur en það er ekki það sem ég á við heldur ústlit leiksins. Ég er nefnilega viss um að við hefðum náð jafntefli og jafnvel unnið leikinn ef ekki hefði verið fyrir dómaran.
Var dómaranum spilt? kannski lofaðar háar upphæðir og fagurt kvennfólk? eða var honum hótað til að láta leikinn fara á þann veg sem var einhverjum aðilum þóknanlegt.

Ég er ekki mikið fyrir samsæriskenningar en maður óhjákvæmilega veltir því fyrir sér hvort fjöldi Íslendinga hafi eitthvað með þetta allt saman að gera.
Förum nokkur ár aftur í tíman þegar Íslendingar mættu Frökkum í Fraklandi ef sá leikur hefði orðið til þess að frakkar hefðu ekki komist áí EM þá hefðu margar milljónir frakka ekki komið til Hollands sem ferðamenn og því hefðu Hollendingar orðið af miklum tekjum.
Portúgalir sem halda EM 2004 vilja ekki að Íslendingar komi í stað Skota því við erum ekki nema rétt undir 300.000 mans á meðan Skotar eru einhverjar miljónir. Hvað ætli margir íslendingar færu út til að horfa á leiki mesta lagi um 5000 mans og því yrðu portúgalir af miklum tekjum þar sem við værum ekki að fylla sæti á leiki liðsins og við erum ekki að koma með nægilega marga ferðamenn til að teljast verðugir þátttakendur í EM.
Ekki má svo gleyma því hvað sjónvarpsáhorf yrði miklu minna ef þjóðir á borð við Þjóðverja, Frakka og Englendinga yrðu ekki með í keppninni. Það vill nefnilega svo vel til að það eru miklir peningar í sjónvarps réttinum á leikjunum.
Dæmi nú hver fyrir sig hvort um spillingu sé að ræða.