Eftir glæstan sigur á velskipulögðum og sterkum Færeyingum ( smá dramatík í þessu) eru Íslendingar komnir í efsta sæti riðilsins stigi á undan Þjóðverjum ( þó þeir eigi leik til góða). Skotar eru svo fjórum stigum á eftir Íslendingum en eiga einnig leik til góða. Í fjórða sæti eru Litháar einu stigi á eftir Skotum en búnir að leika jafn marga leiki og Íslendingar. Lestin reka svo frændur okkar Færeyingar með eitt stig þó þeir hafi átt skilið jafntefli í leiknum við okkur síðastliðinn miðvikudag.

Nú eiga Íslendingar tvo leiki eftir gegn Þjóðverju sem eru sterkasta liðið í riðlinum. Fyrri leikurinn verður leikinn á Laugardalsvellinum þann 6. september næstkomandi og er þegar uppselt. Nú er bara að mæta bláklæddir á völlinn og styðja okkar menn en þeir óheppnu sem ekki fengu miða ( þar á meðal undirritaður) verða bara að horfa á leikinn heima í stofu ( eða eldhúsi eða baðherbergi, mér er svo sem sama)

Baráttukveðjur til íslenska landsliðsins frá Audioslave.

Að lokum vil ég óska íslenska drengjalandsliðinu í handbolta til hamingju með Evrópumeistaratiltilinn.