Mig langar að senda inn smá svona “review” um sögu Þýskalands í HM frá 1930-1994. Ástæðan afhverju ég ætla ekki að fjalla um hm ´98 og ´02 er sú að ég hef ekki kynnt mér þær keppnir nægilega vel.

Árið 1930 var HM haldin í fyrsta skipti í Uruguay, Þjóðverjar og Ítalir sem voru með bestu landslið í Evrópu sátu heima í fýlu útaf því að keppnin færi fram í Uruguay. Uruguay vann þá Argentínu í Úrslitaleik 4-2.

Árið 1934 var keppnin haldin á Ítalíu og voru Þjóðverjar þá með og kepptu þeir 4 leiki og lentu í 3 sæti. Þeir unnu Belga í fyrstu umferð, unnu Svía í 2 umferð en töpuðu gegn Tékkóslóvakíu í undanúrslitum og unnu svo Austurríki í leiknum um 3 sætið. Ítalir unnu þá HM og unnu Tékkóslóvakíu í úrslitaleik 2-1.
Þess ber að geta að Uruguayar voru heima í fýlu því að alltof mörg Evrópulönd tóku þátt.

Árið 1938 var keppnin haldin í Frakklandi og töpuðu Þjóðverjar þá í fyrstu umferð á móti Sviss í aukaleik eftir að fyrsti leikurinn endaði með jafntefli. Ítalir unnu Ungverja í úrslitaleik 4-2.

Árið 1950 var keppt í Brasilíu og voru Þjóðverjar ekki með því að þeir voru ekki búnir að ná sér eftir heimsstyrjöldina síðari. Aðeins 13 þjóðir tóku þátt á þessari HM og unnu Uruguayar eftir að hafa sigrað úrslitariðilinn.

Árið 1954 var keppnin haldin í Sviss og voru þjóðverjar þá með. Fyrirfram var reiknað með að baráttan yrði á milli Þjóðverja og Ungverja. Þessar þjóðir lentu saman í riðli og unnu Ungverjar þann leik því þjálfari Þjóðverja, Sepp Herberger hvíldi 6 af lykilmönnum sínum þar sem hann taldi leikinn engu máli skipta. Þjóðverjar lentu á móti Júgóslövum í 8-liða úrslitum og unnu þann leik. Þeir lentu svo á móti Austurríki og unnu þann leik 6-1 og á sama tíma unnu Ungverjar Uruguaya og var það fyrsti tapleikur Uruguaya á HM. Úrslitaleikurinn var svo haldinn á Wankdorf Stadion í Bern, Ungverjar voru ekki búnir að tapa leik í 4 ár og þeir byrjuðu betur og komust yfir 2-0 eftir 7 mínútur. Þjóðverjar gáfust ekki upp og skoruðu á 10 mín og jöfnuðu svo á þeirri 18. Þjóðverjar skoruðu svo sigurmarkið þegar 6 mínútur voru eftir af leiknum með skoti af 15 metra færi. Fyrsti HM titilinn í höfn.

Árið 1958 var keppnin haldin í Svíþjóð. Það var fyrsta keppnin sem Pele tók þátt í. Þjóðverjar unnu sinn riðill og lentu á móti Júgóslövum í 8-liða úrslitum og unnu þann leik. Svo var leikur gegn Svíum og tapaðist sá leikr 1-3. Um 3 sætið var svo keppt á móti Frökkum og sá leikur tapaðist líka, 3-6. Brasilíumenn unnu þá keppni eftir sigur á Svíum 5-2.

Árið 1962 var keppnin haldin í Chile. Þjóðverjar unnu sinn riðill og fengu Júgóslava sem aldrei fyrr í 8-liða úrslitum. Þessi leikur tapaðist 1-0. Brasilía vann keppnina eftir sigur á Tékkóslóvakíu
3-1.

Árið 1966 var keppnin haldin á Englandi og fyrsta sem mér dettur í hug þegar að ég heyri minnst á þessa keppni er dómaraskandall :)
Þjóðverjar unnu sinn riðil en þeir voru með Argentínumönnum og Spáni. Þeir lentu svo á móti Uruguayum í 8-liða úrslitum og unnu þann leik 4-0. Svo lágu Sovétríkin næst 2-1 og úrslitaleikurinn var haldinn á Wembley. Þjóðverjar skoruðu fyrst en 6 mín seinna voru Englendingar búnir að jafna. Englendingar komust svo yfir en Þjóðverjar jöfnuðu svo þegar nokkrar sekúntur voru til leiksloka. Þegar 10 mínútur voru búnar af framlengingu þá var umdeildasta mark HM-sögunnar skorað. Geoff Hurst skaut rétt fyrir utan markteig í slánna og niður og lét Svissneski dómarinn leikinn halda áfram en Englendingar mótmæltu þannig að hann fór til sovéska línuvarðarins sem var ef eitthvað var í verri aðstöðu og eftir spjall við hann var dæmt mark. Þetta er án efa einn svartasti blettur í sögu HM. Þjóðverjar lögðust í sókn og náðu Englendingar þá að bæta við marki og unnu 4-2.
Mikið hefur verið rætt um þetta mark og hafa margar myndir sannað að knötturinn fór ekki innfyrir marklínuna. En svona er lífið.

Árið 1970 var keppnin haldin í Mexíkó og var það mjög umdeilt því að ljóst var að keppnin færi fram hátt yfir sjávarmáli. Unnu Þjóðverjar sinn riðil og lentu á móti Englendingum í 8-liða úrslitum og náðu þá fram hefndum og unnu 3-2. Svo var keppt á móti Ítölum í undanúrslitunum og tapaðist sá leikur 3-4. Keppt var á móti Uruguay um 3 sætið og vannst sá leikur 1-0. Brasilíumenn unnu mótið eftir sigur á Ítölum 4-1.

Árið 1974 var keppnin haldin í V-Þýskalandi. Var þetta einvígi Frans “keisara” Beckenbauer og Hollendingsins fljúgandi Johanns Cruyff. V-Þjóðverjar lentu í öðru sæti eftir að hafa tapað gegn A-Þjóðverjum, uppi voru raddir um að V-Þjóðverjar hefðu tapað viljandi til að lenda ekki með Hollendingum í milliriðli. V-Þjóðverjar og Hollendingar unnu svo milliriðlana og lentu í úrslitaleiknum. Hollendingar skoruðu strax á fyrstu mínútu í byrjun leiksins úr víti áður en að Þjóðverjar náðu að snerta boltann. Þjóðverjar jöfnuðu svo úr víti á 25 mín og skoraði Gerd Muller á 43 mínútu og þar við sat. Annar titillinn í höfn.

Árið 1978 var keppnin haldin í Argentínu og lentu Þjóðverjar í 3 sæti í sínum riðli á eftir Hollandi og Ítalíu þrátt fyrir að hafa tapað á móti hvorugu þeirra. Argentínumenn unnu þá keppni eftir að hafa sigrað Hollendinga í úrslitaleik 3-1.

Árið 1982 var keppnin haldin á Spáni og unnu Þjóðverjar sinn riðil á markatölu með jafn mörg stig og Austurríki og Alsír. Þjóðverjar unnu svo sinn milliriðil þar sem þeir lentu á móti Spáni og Englendingum. Í undanúrslitunum lentu þeir svo á móti Frökkum og var jafnt 3-3 eftir venjulegan leiktíma og unnu Þjóðverjar í vítaspyrnukeppni 5-4. Svo var það úrslitaleikurinn gegn Ítölum og tapaðist sá leikur 1-3. Þetta var fyrsta tap Þjóðverja gegn Evrópuþjóð í 4 ár.

Árið 1986 var keppnin haldin í Mexíkó. Upphaflega átti að halda hana í Kólumbíu en þar var ótryggt ástand og mikil fátækt og því höfðu Kólumbíumenn ekki bolmagn á að undirbúa keppnina. Lentu Þjóðverjar á móti Dönum, Skotum og Uruguayum í riðli og var þetta kallaður “Dauðariðillinn”. Þjálfari Þjóðverja Jock Stein dó í undankeppninni úr hjartaáslagi eftir leik gegn Wales. Þjóðverjar komust áfram úr þeim riðli með 1 tap, 1 sigur og 1 jafntefli. Í 16-liða úrslitum lentu þeir svo á móti Marókkómönnum og vannst sá leikur 1-0 eftir að Matthaus skoraði beint úr aukaspyrnu á 88 mínútu leiksins. Í 8-liða úrslitum mættu þeir svo Mexíkómönnum og var jafnt eftir venjulegan leiktíma en Þjóðverjar unnu svo í vítaspyrnukeppni 4-1 þar sem Schumacher varði 2 spyrnur. Maradona skoraði á sama tíma með hendinni gegn Englendingum. Í undanúrslitum lentu Þjóðverjar svo á móti Frökkum. Sá leikur vannst 2-0 með mörkum frá Brehme og Völler. Svo var það úrslitaleikurinn gegn Argentínumönnum. Argentína komst í 2-0 með mörkum af ódýrari gerðinni en Þjóðverjar jöfnuðu og ætluðu sér að vinna leikinn strax en það hefðu þeir ekki átt að gera því að það var jafnt og þeir héldu áfram að sækja á kostnað varnarinnar því það var greinilegt að þeir voru með betra úthald heldur en Argentína en svo kom að því að Burruchaga komst einn innfyrir vörn Þjóðverja og skoraði. Þeir sóttu of grimmt undir lokin einsog þeir gerðu líka ´66 og ´82.

Árið 1990 var keppnin haldin á Ítalíu. Þjóðverjar lentu með Júgóslövum, Sameinuðu Arabísku Fursta… og Kólumbíu og léku Þjóðverjar í Mílanó. Þjóðverjar unnu þann riðil. Í 16-liða úrslitum lentu þeir svo á móti Hollendingum. Sá leikur vannst 2-1 þar sem Klinsmann og Brehme skoruðu. Í 8-liða úrslitum lentu þeir svo á móti Tékkóslóvakíu. Sá leikur vannst eftir að Matthaus skoraði úr vítaspyrnu á 24 mínútu, en sá leikur vannst samt nokkuð auðveldlega. Í undanúrslitum lentu þeir á móti Englendingum. Þjóðverjar komust yfir í þeim leik en Lineker jafnaði á 80 mínútu. Þjóðverjar unnu svo leikinn í vítaspyrnukeppni 4-3. Úrslitaleikurinn var svo haldinn í Róm þann 8 júlí. Þýskaland-Argentína aðra HM í röð. Argentínumenn léku varnarleik og það var bara spurning hversu mörg mörk Þjóðverjar myndu ná að skora. Argentínumenn vildu fara í vítaspyrnukeppni einsog þeir höfðu gert á móti Júgóslövum og Ítölum. Það heppnaðist ekki en Þjóðverjar skorðu úr vítaspyrnu þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum. Andreas Brehme skoraði. 3 Heimsmeistaratitilinn í höfn.

Árið 1994 var keppnin haldin í Bandaríkjunum og er það besta keppnin af þeim öllum þó Þjóðverjar unnu ekki.
Þýskaland lenti á móti Bólívíu, Spáni og Suður-Kóreu. Opnunarleikurinn var Þýskaland-Bólivía og skoraði Klinsmann eina mark leiksins eftir að hafa komist í gegnum vörnina. Þeir gerðu svo jafntefli gegn Spáni eftir að Goicoechea skoraði með fyrirgjöf. Svo var það leikurinn gegn Suður-Kóreu. Sá leikur vannst 3-2 og var Klinsmann þar fremstu og skoraði 2 mörk. Þess bera að geta að hitinn var 49 gráður og féllu 50 áhorfendur í yfirlið og fóru 12 á sjúkrahús. Í 16 liða úrslitum lentu þeir svo á móti Belgum, Völler skoraði 2 og lagði upp 1 sem Klinsmann skoraði í Sigurleik 3-2. Í 8-liða úrslitunum lentu Þjóðverjar svo á móti Búlgörum og átti það að vera formsatriði að klára en svo var ekki. Þjóðverjar skoruðu úr vítaspyrnu og var þar að verki Lothar Matthaus. Svo á 76 mínútu var dæmt mark af Þjóðverjum sem var bara steypa. Aðeins 2 mín seinna skoraði Stoichkov úr aukaspyrnu þar sem hann lét sig detta þegar enginn var nálægt. Þarna erum við að tala um að í staðinn fyrir að það væri 2-0 er allt í einu 1-1. Letchkov skoraði svo glæslegt mark þremur mínútum á eftir markinu hans Stoichkov. Þjóðverjar voru úr leik.


Að lokum vil ég biðja fólk að koma ekki með eitthvað skítkast útí Þjóðverja.

Ég notaðist við minnið og bókina 60 ára sögu HM eftir Sigmund Ó. Steinarsson við þetta. Svo erum við að fara að sjá Þjóðverja vinna EM 2004 og HM 2006 :)
Harkan…