Eru ekki allir að fylgjast með HM í handbolta??

Ástrala-leikurinn var nú bara fyndinn, 40 marka munur á bara ekki að sjást á HM! Maður vorkenndi nú greyjunum (Áströlunum) að hafa ekki skorað mark í rúmar 12 mínútur en jah, þeir náðu því á endanum.

Missti af Grænlendingaleiknum en miðað við það sem ég hef heyrt hefðum við átt að geta unnið þann leik með miklu meiri mun.

Portúgalirnir voru erfiðir, margir vilja meina að um dómaraskandal hafi verið að ræða (á báða vegu) og maður getur nú ekki verið annað en sammála þeim. Þeir dæmdu rosalega mikið á okkur á viðkvæmum augnablikum. Dómararnir sáu ekki þegar boltinn flaug fram á völlinn af fæti Portúgala (og Portúgalarnir skoruðu úr hraðaupphlaupi sem hlaust af þessum fæti). En þetta er bara eitt dæmi og ég er stolt yfir því að okkar leikmenn hafi ekki verið að rífa sig neitt mikið við dómarana.

Persónulega var ég næstum því búin að éta af mér hendurnar af spenningi. Frændi minn varð líka mjög æstur og við öskruðum saman á sjónvarpið og rosa fjör, held að ég sé að verða eðlileg í framan aftur eftir mikinn æsing og rautt andlit.

En við höfðum þetta,
spurning hvernig næstu leikir fara, verðum við í fyrsta eða öðru sæti í riðlinum.
Næstu leikir eru:
25/1 Ísland - Katar, Þýskaland - Portúgal
svo er það síðasti leikurinn okkar í riðlinum, á móti Þjóðverjum. Það verður án efa mest spennandi leikurinn í riðlinum.

Vildi óska að Íslendingar væru með einhvers konar kerfi á varamannabekknum sem mundi útvarpa hvatningarhrópum frá Íslandi inn á völlinn, þannig gætu strákarnir vitað að við værum að hvetja þá.