Kosningar og kannanir Hér má sjá fylgi stjórnmálaflokkanna í kosningunum 2003 og 2007 og síðustu fjórar skoðanakannanir Fréttablaðsins. Nánanir upplýsingar um kannanirnar má sjá í Fréttablaðinu 24/02'08.

Af þessu má sjá að þrátt fyrir fallandi fylgi Samfylkingarinnar á milli kosninga hefur fylgi hennar farið langt uppávið síðan og leit um stund út fyrir að hún hafi í fyrsta skiptið í sögunni verið hærri en Sjálfstæðisflokkurinn. Sjálfstæðisflokkurinn er afar hár eins og venjulega en þó virðist fylgi hans hafa dalað í janúar og rekja margir dölun þessa til REI skandals Vilhljálms Þ. Vilhjálmssonar.

VG virðist halda fylgi sínu nokkuð stöðugu og gott betur en það en Frjálslyndi flokkurinn minnkar við sig fylgi og Framsóknarflokkurinn heldur áfram að hverfa út í buskann.

Heimild: Fréttablaðið 24/02'08.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,