Nýja Ríkisstjórnin? Ætli þetta verði bara ekki nýja ríkisstjórn Íslands sem mun standa af Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum.
Talað er um að kalla þessa ríkisstjórn Þingvallarstjórnin vegna allar umræðurnar eru á þingvöllum og einhver Framsóknarmaður kom með hugmynd um að kalla hana Baugsstjórnin.
En hvernig líst fólki hér á nýju ríkisstjórnina ? Mér finnst allavega eitt fáránlegt- Xs voru búnir að segja að þeir ætluðu að berjast fyrir ýmsu(t.d ESB) og þá fór fólkið sem vildi þetta og kaus xs en svo bara hættu þau við að berjast fyrir þessu vegna hinn flokkurinn í ríkisstjórninni vill það ekki?- En annars verður þetta líklegast frábær ríkissjórn.