Alþingi Opinber hátíðardagskrá 17. júní 1944 hófst á Austurvelli í Reykjavík árdegis með því að forseti sameinaðs þings, Gísli Sveinsson, flutti stutt ávarp og lagði blómsveig við styttu Jóns Sigurðssonar. Meðal viðstaddra voru ríkisstjórn Íslands, alþingismenn og þjóðhátíðarnefnd. Lúðrasveit Reykjavíkur lék þjóðsönginn við þetta tækifæri en síðan héldu menn til Þingvalla þar sem lýðveldið Ísland var formlega stofnað.

Mynd: Alþingisforseti Gísli Sveinsson t.v. og ríkisstjóri Sveinn Björnsson við styttu Jóns Sigurðssonar að morgni 17. júní 1944. Ljósmynd Skafti Guðjónsson (1902-1971). Ljósm./Ljósmyndasafn Reykjavíkur.
Með kveðju,