Alþingi Jón Sigurðsson forseti var fæddur 17. júní 1811 og lést 7. desember 1879. Jón var föðurlandsvinur eins og þeir gerast bestir og setti hagsmuni og velferð íslensku þjóðarinnar í algeran forgang fram yfir allt annað. Á minningarsíðu Jóns á www.hrafnseyri.is segir m.a.: “Jón Sigurðsson var tímamótamaður í Íslandssögunni. Ættum við ekki að sameinast í því að halda nafni hans á lofti?” Ég get tekið fullkomlega undir þessi orð og ekki síður þessi: “Við ættum ekki aðeins að sameinast í að halda nafni hans á lofti heldur og í að halda á lofti því sem hann gerði fyrir Ísland og íslensku þjóðina og standa vörð um það.”
Með kveðju,