Alþingi Hér er Árni og allur hans ferill ef hann kemst fyrir:

F. í Reykjavík 2. okt. 1958. For.: Matthías Á. Mathiesen (f. 6. ágúst 1931) alþm. og ráðherra og k. h. Sigrún Þorgilsdóttir Mathiesen (f. 27. des. 1931) húsmóðir. K. (1. júní 1991) Steinunn Kristín Friðjónsdóttir (f. 27. apríl 1960) flugfreyja. For.: Friðjón Þórðarson alþm. og ráðherra og 1. k. h. Kristín Sigurðardóttir.
Stúdentspróf Flensborgarskóla 1978. Embættispróf í dýralækningum frá háskólanum í Edinborg 1983. Próf í fisksjúkdómafræði frá Stirling-háskóla 1985.
Almenn dýralæknisstörf á Vopnafirði, í Árnessýslu og Gullbringu- og Kjósarsýslu 1983-1985. Héraðsdýralæknir (án fastrar búsetu) jan.-júlí 1984. Dýralæknir fisksjúkdóma 1985 -1995. Framkvæmdastjóri Faxalax hf. 1988-1989. Skip. 28. maí 1999 sjávarútvegsráðherra.
Oddviti Nemendafélags Flensborgarskóla 1977-1978. Formaður Stefnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, 1986-1988. Varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 1985-1987. Í stjórn ábyrgðadeildar fiskeldislána 1990-1994. Í stjórn Dýralæknafélags Íslands 1986-1987. Í launamálaráði BHMR 1985-1987. Formaður handknattleiksdeildar FH 1988-1990. Í skólanefnd Flensborgarskóla 1990-1999. Í bankaráði Búnaðarbanka Íslands síðan 1994. Í stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins 1994-1998. Formaður Dýraverndarráðs 1994-1999.

Alþm. Reykn. síðan 1991 (Sjálfstfl.).
Sjávarútvegsráðherra síðan 1999.
Þingnefndir: Samgöngunefnd 1991-1993 (form. 1991), umhverfisnefnd 1991-1999, landbúnaðarnefnd 199-1999, fjárlaganefnd 1992-1999, utanríkismálanefnd 1998-1999, sérnefnd skv. 32. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis 1995-1997.
Alþjóðanefndir: Íslandsdeild Norðurlandaráðs 1991-1995, Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 1995-1999.
- “In The Middle Of Difficulty Lies Opportunity” - Albert Einstein -