Um daginn var ég að horfa á Jóhönnu Sigurðardóttir og Pétur Blöndal í Kastljósi.
Jóhanna var að tala um skattleysismörkin og lágmarkslaunin í landinu. Pétur virtist koma af fjöllum í sambandi við launin sem að stór hópur er með, innan við 100,000 kr.Jóhanna spurði Pétur hvort hann gæti lifað af innan við 100.000 kr á mánuði,Pétur hló og sagðist geta leikandi gert það.
Munurinn á að Pétur lifi af lágmarkslaunum og öðru fólki er að hann þarf sennilega ekki að borga af neinum lánum eða húsaleigu.
Síðan er ég hissa á að hann skuli ekki VITA að það er fólk hér á landi með 88.000 kr í laun og borgar skatta af því þannig að eftir eru líklega 75.000 kr og getur hver sem er sagt sér það að hann lifir ekki af því.
Pétur hafði miklar áhyggjur af því , ef skattleysismörkin yrðu hækkuð þá þarf að taka peninga annarsstaðar frá.Jóhanna vildi að fjármagnstekurnar yrðu hækkaðar í staðinn en Pétur var ekki hrifinn af því.
Hvaða álit hefur fólk á þessu máli.

Cleopatta hin fátæka.