Mér er nokk sama um sjónvarpið en mér er ekki sama um Gufuna. Það er nefnilega fullt af góðu efni á gömlu Gufunni. Það má nefna Spegillinn sem dæmi, lang bestu fréttirnar af öllum fréttum eru kl. 18 á Gufunni svo er það Sunnudasgskaffið og ótal þættir sem fjalla um menn og málefni. Það sem hins vegar mætti endurskoða hvað varðar gufuna er Illugi Jökulsson. Ég get ekki skilið af hverju það má ekki gagnrýna samfélagið, eins og hann gerir það, á opinberum vettvangi.