Sæl öll,

Tekið af Visir.is:

—-

Vísir, Fös. 28. júní 18:49

Evrópuandstæðingar stofna samtök

Á fimmtudag voru samtökin Heimsýn formlega stofnuð. Innan þeirra eru einstaklingar úr öllum flokkum á Íslandi sem eiga það sameiginlegt að vera andsnúnir því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Leggja samtökin ríka áherslu á góð samskipti og samvinnu við aðrar þjóðir Evrópu sem og heiminn allan. Betra sé að brjóta niður múra á milli ríkja en byggja þá upp með tollabandalögum.

Ragnar Arnalds, fyrrverandi alþingismaður, er formaður samtakanna. Elinbjörg Magnúsdóttir, fiskverkakona frá Akranesi, er varaformaður, Páll Vilhjálmsson er ritari og Eyþór Arnalds gjaldkerfi.

Aðrir í stjórn eru Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður, og Stefanía Traustadóttir, félagsfræðingur. Auk þess eru fimm í varastjórn.

—-<br><br>Með kveðju,

Hjörtur J.

“Fylkið ykkur jafnan undir merki þeirra er vilja vernda og efla íslenzkt þjóðerni og íslenzka tungu og reynið ávallt að fylgja málstað þeirra sem berjast fyrir því sem er rétt, gott og fagurt.” -Margrét Jónsdóttir skáldkona (1893-1971), höfundur ljóðsins “Ísland er land þitt”.
Með kveðju,