Núna er nýkomið fram í fréttum að alþingismenn megi ráða sér aðstoðarmenn. Hvað finnst ykkur um það? Mér persónulega finnst það svo sem í lagi en mér finnst að laun til þeirra eigi að koma frá alþingismanninum sjálfum, ríkið eigi ekki að borga manni fyrir að aðstoða alþingismann við að vinna vinnuna sína !!!

Nú hef ég aldrei skilið hvernig alþingismenn geta verið í fullu starfi sem alþingismenn á fullum launum og taka AÐ AUKI að sér alls kyns nefndarstörf og jafnvel störf í bæjarstjórnum eða sveitarstjórnum. Það eru líka launuð störf. Hvað er sólarhringurinn þeirra eiginlega langur? Eru þeir kannski bara stundum í “hinum” störfunum þegar að þeir eiga að vera á Alþingi? Veit einhver hvort að einhver mætingaskylda sé í gangi í þinginu?
það besta sem Guð hefur gefið mér……… eru börnin mín