Ég hef verið að spá í kosningunum til Alþingis sem verða á næsta ári. Hér fyrir neðan eru nokkrar örstuttar pælingar hjá mér um þetta allt saman.

  • Samvisku minnar vegna þá mun ég ekki kjósa einhvern af fjórflokkunum. Þetta eru þeir sem hafa stjórnað landinu síðustu áratug og eins og við vitum er stjórnsýslan í fokki (miðað við nýjustu fréttir og mér grunar að þetta sé aðeins toppurinn á ísjakanum) og Alþingi er nær óstarfhæft vegna klækjaleikja og leiðinda þjóna þessa flokka. Maður veltur því stundum fyrir sér hvort Alþingismenn frá þessum flokkum séu á þingi fyrir flokkanna en ekki þjóðina. Ef ég mundi samt „þurfa“ að kjósa einhvern af þessum flokkur yrðu Vinstri-grænir fyrir valinu þar sem þeir eru með minnsta skítinn í nærbuxunum sínum.
  • Ég mun styðja þann flokk/flokka sem berjast fyrir því að afnema núverandi kosningakerfi. Kerfið eins og það er í dag er einungis gert til að halda minni framboðum frá Alþingi og tryggja áframhaldandi völd valdaklíkunar sem kallast fjórflokkurinn.
  • Mér finnst með öllu óskiljandi að á minni ævi hafa menntamál aldrei verið heitt kosningamál hér á landi. Menntamál er eitt af mikilvægustu málefnum þessar kosningar (og fyrir framtíð þjóðarinnar)en það virðist öllum vera hreinlega skít sama. Þau sem setja menntamál á oddinn fyrir kosningarnar fá stóran broskall í minn kladda.
  • Ég er mikill áhugamaður um samskiptamiðla og mun því fylgjast vel með hvernig stjórnmálamenn og flokkarnir standa sig á Facebook, Twitter og öðrum miðlum. Ef fólk og/eða flokkar ráða ekki við að standa sig vel á þessum miðlum get ég vart treyst þeim til að stjórna landinu til framtíðar. Það fer sérstaklega í taugarnar á mér þegar fólk notar Twitter til þess eins að linka á Facebook síður þeirra. Það er bannað. Fáið ykkur almennilega samfélagsvefstjóra ef þið ráðið ekki við þetta.
  • Bros er mikilvægt, ég get ekki treyst manneskju sem er ekki með vott af húmor.
  • Það er ákveðin hæðni í því að neikvæðasti og leiðinlegasti „flokkurinn“ skuli kalla sig Bjartsýnisflokkinn.