í byrjun Desember mánaðar árið 2010 var tölvan mín tekin af mér sem sönnunargagn af rannsóknarlögreglu Reykjavíkur og ég á sama tíma handtekinn. Þannig er mál með vexti er að núna eru liðin 1 og hálft ár síðan þetta var og aldrei hefur lögreglan sýnt mér heimild fyrir neinu af þessu og svo einnig er smá vafi fyrir mér.

Það sem vefst svona svakalega fyrir mér er það því lögreglan hefur aldrei komið með neina sönnun.

Það sem ég einhvervegin held er að þeir hafa "x" langan tíma til að koma með sönnun, og fyrst þeir hafa ekki komið með hana  á ári og hálfu held ég að þessi "x" tími sé liðinn. Hafa þeir þá heimild til þess að halda tölvuni minni lengur.

Bara til að það sé með þá var ég grunaður fyrir stjórnun á torrent síðu hérlendis en var ég alltaf bara forritari. Á síðuni stóð að ég væri "Eigandi" en það sem þýddi einfaldlega er að ég hafði fullan aðgang að kerfinu.

Þakka fyrir mig :)
Vona að þið getið komið með lausnir því ég sakkna gamalla gagna og svoleiðs á þeirri tölvu.