Var að hlusta á viðtalið við Ólaf Ragnar hérna áðan og það var alveg ótrúlegt bullið sem flæddi út úr honum. Um daginn var hann móðgaður út í Þóru þegar hún hefur sagst ekki ætla að greina frá atkvæði sínu þegar kosið verður um ESB, en núna finnst honum ekkert að því að halda sínum eigin skoðunum á sjávarútvegs málum leyndum frá almenningi. Síðan talar hann um það að sem forseti þá geti hann alveg haft allt aðra utanríkisstefnu heldur en ríkisstjórn. Er maðurinn bilaður eða bara orðinn elliær?