Þegar búið er að telja rúman fjórðung atkvæða í Reykjavíkurborg hefur R-listinn hlotið 53,3% atkvæða en D-listinn 40,3%. Samkvæmt þessum tölum bætir R-listinn við sig manni og fær því 9 menn í borgarstjórn. D-listinn tapar aftur á móti manni. F-listinn fékk 5,4% atkvæða og aðrir listar minna. Svo virðist sem meirihluti R-listans sé tryggur í sessi samkvæmt þessum tölum.