Þetta er alveg týpískur örvæntingaráróður vinstrisinna. Að D listi hafi minna hlutfall háskólamenntaðra þýðir ekki að þeir séu heimskari eða verr fallnir til þess að stjórna. Málið er að nokkur hluti af þessum “háskólamenntamönnum” eru íslenskufræðingar, sálfræðingar, sagnfræðingar, bókmenntafræðingar etc. etc. Það ætti að vera skýr greinarmunur á þessum fögum og alvöru fögum sem nýtast í samfélaginu og þurfa meira en rúskinsjakka og flott gleraugu eins og læknisfræði, verkfræði og stærðfræði. Það er fullt af fólki sem hefur aldrei gengið í háskóla en er samt að vinna sem forstjórar í sínum eigin fyrirtækjum og hafa komist miklu lengra en islenskufræðingur sem vinnur á ríkisreknu bókasafni og “vinnur” við að lesa gamlar bækur sér (öðrum?) til skemmtunar.

Non scholae sed vitae discimus. Við lærum ekki af skólanum heldur af lífinu.<br><br>“Þeir eru hálvitar. Þeir greiða sér.”
H. Laxness-Vefarinn mikli frá Kasmí