Hvernig væri það að einhver dugandi tæki sig til og safnaði undirskriftum frá helst ÖLLLUM skrifandi Íslendingum, þar sem ósk um frið í nafni kærleika, væri send striðandi aðilum fyrir botni Miðjarðarhafs í nafni íslensku þjóðarinnar.

Það kynni að vekja athygli ef heil þjóð á norðurhjara veraldar ætti frumkvæði að slíku.

Nýjustu fregnir af afleiðingum stríðsátaka undanfarið eru hörmulegar, vægast sagt, fyrir þjóðir heims að meðtaka.

Ég vil því hér með hvetja hvern þann er kynni að hafa möguleika á því að koma slíkri undirskriftasöfnun af stað til dáða.

með kveðju.
gmaria.