Ég veit það að ég á ekki að taka þessar skoðannakannanir of hátíðlega en ég skil samt ekki alveg hvers vegna sumar þeirra eru sendar inn.
Núna er könnun í gangi þar sem spurt er hvort að íslenska ríkið ætti að greiða fyrir móðurmálskennslu fyrir útlendinga, ef að könnunin væri send inn til þess að fá einhverja niðurstöðu sem væri hægt að taka mark á þá myndu svarmöguleikarnir vera já, nei og kannski en það er ekki raunin hér. Hér eru tveir já möguleikar og tveir nei möguleikar og með þeim öllum fylgja setningar sem afhúpja alveg hverjar skoðanir þess sem sendir könnunina eru. Af hverju sendir sá aðili ekki bara inn grein um það hvað honum finnst í staðinn fyrir að láta það koma fram í loðinni skoðannakönnun? Ég tek þessa könnun sem dæmi af því að hún er sú sem er uppi núna en þetta á reyndar við langflestar þær kannarnir sem birtast á Alþingi og Deiglunni. Þetta er svona eins og að spyrja fólk um það hvort að það styðji álver fyrir austan og gefa svarmöguleikana:

Já, ég styð orkufreka mengandi stóriðju á Austurlandi og það einhæfa og ömurlega atvinnulíf sem henni mun fylgja.

Nei, ég er á móti eyðileggingu hálendisins og þeirri mengun sem fylgir álverinu.

Þessar skoðannakannanir eru skemmtilegur möguleiki sem við höfum hér og getum notað til að kannan raunverulegan hug hugara varðandi málefni og hvernig væri að við bara færum að gera það?

PS: Ef þú hefur ekkert til málanna að leggja varðandi þetta annað en það að þetta sé bara tuð í mér eða eitthvað álíka úthugsað og uppbyggjandi þá ráðlegg ég þér að halda því fyrir sjálfan þig, þú mátt láta það í ljós en þú mátt líka vita það að ég mun ekki lesa það, hvað þá meira.<br><br>-Er ég hálviti?… Þú ert hálviti!-
&#22914;&#26524;&#20320;&#19981;&#21516;&#24847;&#25105;, &#20320;&#26159;&#20943;&#36895;