Ekki er hægt að segja til um hve mikið af vandamálum heimurinn hefur. Flest þessara vandmála eru ekki annað sá hluti af manninum sem hefur illsku í hjarta sér. Hver einasti maður sem lætur mansal fram hjá sér fara hefur hjarta úr steini. Það er ekki til orð yfir það hve illur maður sé ef maður tekur þátt í mansali. Dæmi um góðmennsku er þegar manneskja gerir eitthvað í þessu vandamáli en að langa að gera eitthvað í því er byrjun. Mansal er eitthvað sem ætti að vera ofar í listanum í stjórnmálum yfir vandamál til að leysa heldur en peningar. Er það góðmennska að láta mansal fram hjá sér fara og hugsa bara um fjárhaginn?