Maður skyldi nú halda að stoltur Íslandingurinn hefði losað sig við tákn dönsku einræðisherrana þegar samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu, af 99% þjóðarinnar, að lýsa yfir sjálfstæði Íslands. Ekki alveg, enn í dag er hjarta landsins flekkað merkjum hinna grimmu fyrrum drottnara okkar, hins danska konungdæmis.

Myndin hér uppi, af Alþingishúsinu og Dómkirkjuni sýnir vel það sem ér er að tala um. Yfir dyrum Alþingis, lögsamkundu og ákvörðunarvaldi Íslendinga, hangir kóróna danska konungdæmisins. Sömuleiðis yfir dyrum Dómkirkjunar, þar er meira að segja merki kristjáns níunda danakonungs. Þetta þýðir með öðrum orðum að allar samkomur löggjafarvalds Íslandinga fara fram undir nafni dönsku krúnunar.

Sömuleiðis eru látnir höfðingjar þessa lands kvaddir undir merkjum danska konungsdæmisins og mörg ung íslensk hjón hefja sitt hjónaband undir sömu merkjum. Maður hefði haldið að þetta særði stolt hvers Íslendings.

Valberg Lárusson