Norskir jafnaðarmenn komnir niður í 14% fylgi
www.framfarir.net

Fylgi norska Verkamannaflokksins minnkar enn og er nú komið niður í 14% og telst hann því sem fjórði stærsti flokkur Noregs. Flokkurinn hefur því tapað um 10% fylgi frá því í síðustu kosningum en þá fékk flokkurinn 24,5%. Þetta er ennfremur gríðarlegt fylgistap miðað við venjubundið kjörfylgi upp á um 40%. Leiðtogar flokksins eru þó sannfærðir um ágæti síns flokks og hafa gert lítið úr því í fjölmiðlum að tiltrú almennings sé að minnka á flokknum.

Á sama tíma er Framfaraflokkurinn kominn með um 25% fylgi og bætir við sig um tveimur prósentustigum frá síðustu könnunum. Flokkurinn er því áfram stærsti flokkur Noregs um þessar mundir. Hægriflokkurinn heldur einnig velli sem næststærsti flokkur landsins með um 23% og bætir því um prósentustigi við sig frá fyrri könnunum. Sósíalíski þjóðarflokkurinn bætir einnig við sig fylgi frá síðustu könnunum og mælist nú með um 18% fylgi og þriðji stærsti flokkur Noregs.

(Heimild: Fréttir RÚV - www.ruv.is)

<br><br>Með kveðju,

Hjörtur J.

<A HREF="http://www.framfarir.net“>www.framfarir.net</A>

”And to preserve their independence, we must not let our rulers load us with perpetual debt. We must make our election between economy and liberty, or profusion and servitude." -Thomas Jefferson
Með kveðju,