er verkefnið “Dæturnar með í vinnuna” - brot á stjórnarskránni?

Í Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands stendur:

“Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits
til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar,
litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar
skulu njóta jafns réttar í hvívetna.” (65. grein) sjá:
www.althingi.is/lagasofn/nuna/1944033.html

Er hér ekki verið að mismuna börnum eftir kynferði? Eru strákarnir ekki
framtíðin, rétt eins og stelpurnar?
Spyr sá sem ekki veit!